Vegáætlun fyrir árin 2000--2004

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 15:45:59 (8654)

2002-05-02 15:45:59# 127. lþ. 135.11 fundur 680. mál: #A vegáætlun fyrir árin 2000--2004# þál. 28/127, ÞBack (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[15:45]

Þuríður Backman (andsvar):

Herra forseti. Rétt skal vera rétt. Þetta er niðurskurður frá núgildandi vegáætlun og þó svo ekki sé búið að blása af jarðgangagerðina, ég vil ekki trúa því, henni er frestað, þá er þetta niðurskurður frá núgildandi vegáætlun og það er það sem ég er að segja. Það er niðurskurðurinn. Miklar væntingar vakna þegar vegáætlun er samþykkt og menn treysta því að farið verði í hinar langþráðu vegarbætur, hvort sem það er á norðausturhorninu, innan sveitar eða jarðgöng, og því er um niðurskurð á núgildandi vegáætlun að ræða. Annars getum við hártogað þetta fram og til baka. En það er niðurskurður frá núgildandi vegáætlun.