Forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum í meltingarvegi

Fimmtudaginn 02. maí 2002, kl. 23:45:17 (8739)

2002-05-02 23:45:17# 127. lþ. 135.26 fundur 44. mál: #A forvarnir gegn krabbameinssjúkdómum í meltingarvegi# þál. 31/127, ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 135. fundur, 127. lþ.

[23:45]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil í nokkrum orðum lýsa fullum stuðningi við þessa tillögu. Ég er ein af mörgum meðflutningsmönnum hennar. Ég var fjarstödd afgreiðslu málsins en yfir henni er mjög góður blær núna og með þeim breytingum sem gerðar eru á henni er tekið tillit til þeirrar vinnu sem verið hefur í gangi og kortlagningar á því hvernig hægt er að fara í skönnun þeirra Íslendinga sem eru í áhættuhóp um að fá ristilkrabbamein og eins skönnun hjá öllum almenningi. Ég styð hjartanlega þessa þáltill.

Ég fer að ráðum fyrri ræðumanns og þakka fyrir samstarfið í heilbr.- og trn. í vetur og lýsi fullum stuðningi við þær þáltill. sem eru afgreiddar að þessu sinni. Ég tel ekki ástæðu til að koma upp við hverja og eina þeirra til að lýsa stuðningi við þær. Þetta eru þáltill. þingmanna og eru hin bestu mál, hver og ein á sínu sviði.