Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Föstudaginn 03. maí 2002, kl. 14:50:14 (8817)

2002-05-03 14:50:14# 127. lþ. 137.8 fundur 621. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (gæðastýrð sauðfjárframleiðsla) frv. 101/2002, ÞBack (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 137. fundur, 127. lþ.

[14:50]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Vinstri hreyfingin -- grænt framboð styður að komið verði á gæðastýrðri sauðfjárframleiðslu en hefur aðrar hugmyndir um útfærslu en þær sem fram koma í frv. Gæðastýring í sauðfjárframleiðslu á að miða að vistvænni og lífrænni vottun framleiðslunnar og skila sér alla leið til neytenda. Frumvarpið er staðfesting á hluta sauðfjársamningsins og er því alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarinnar.

Mikil gagnrýni hefur komið fram á ýmsa þætti gæðastýringarinnar, svo og sjálfan sauðfjársamninginn og því munu þingmenn Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs styðja að sauðfjársamningurinn verði tekinn upp nú þegar og stefnt verði að því að ljúka þeirri vinnu fyrir ágústlok og ákvæðum gæðastýringarinnar verði frestað um eitt ár. Að öðru leyti munum við sitja hjá við atkvæðagreiðsluna.