Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 08. október 2001, kl. 17:20:31 (206)

2001-10-08 17:20:31# 127. lþ. 5.4 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., EOK (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 127. lþ.

[17:20]

Einar Oddur Kristjánsson (andsvar):

Herra forseti. Ástæða þessara árása, þessarar aðfarar að smábátunum, var skilningur á dómi sem lá fyrir frá 3. des. 1998. Það var forsendan að menn töldu sig þurfa að gera þetta hjá forvera hæstv. ráðherra.

Í tíu mánuði, bráðum 11 mánuði, hefur sjútvrh. haft með höndum greinargerð Sigurðar Líndals prófessors og Skúla Magnússonar lektors sem kveða skýrt á um það að skilningur þeirra sé sá, studdur mörgum rökum, að þetta hafi verið gjörsamlega tilhæfulaust. Í 11 mánuði hefur hæstv. sjútvrh. ekki séð ástæðu til að svara þessari viðamiklu greinargerð einu einasta orði. Það segir allt sem segja þarf. Það þarf ekkert frekar að segja um afstöðu hans.