Tekjuskattur og eignarskattur o.fl.

Þriðjudaginn 09. október 2001, kl. 15:32:01 (283)

2001-10-09 15:32:01# 127. lþ. 6.1 fundur 114. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur o.fl.# (skatthlutföll, verðbólguleiðréttingar, einstaklingar í atvinnurekstri o.fl.) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 127. lþ.

[15:32]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu viljum við stuðla að heilbrigðu atvinnulífi. Við viljum jafnframt stuðla að réttlátri og raunsærri skattlagningu.

Ég vek athygli á því að með þessum skattkerfisbreytingum er verið að færa hátekjuskattshlutfallið úr 275 þús. í 331 þús. kr. á mánuði árið 2002, á sama tíma og öryrki með 80 þús. kr. á mánuði er skattlagður um 70 þús. kr., eða sem nemur nánast heilum mánaðartekjum hans. Þetta finnst mér vera ranglátt. Ég fæ ekki skilið hvernig þetta getur stuðlað að velmegun á Íslandi.