Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:45:54 (599)

2001-10-16 16:45:54# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., KVM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:45]

Karl V. Matthíasson (andsvar):

Herra forseti. Varðandi orð hæstv. ráðherra Árna Mathiesens áðan langar mig að segja að ég er ekki alveg á sömu skoðun og hann. Þeir stjórnarandstæðingar sem hafa verið að flytja frv. hafa gert mjög vel grein fyrir því en við höfum með því líka verið að lýsa ástandinu eins og það er í dag, hvaða afleiðingar núverandi sjávarútvegskerfi hefur haft og hvað það hefur skapað miklar ósættir í landinu. Þetta er leið sem við erum að benda á og hægt er að fara, fyrningarleiðin, sem fjöldi manna fylgir og miklu fleiri en kemur fram á landsfundi Sjálfstfl.

Að lokum þetta. Ef þetta er löglegt og er að gerast sem við vorum að tala um í sambandi við aðkomu Norðmanna að kvótakerfinu er það mjög erfið samkeppnisaðstaða fyrir íslensk fyrirtæki.