Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 16. október 2001, kl. 16:47:08 (600)

2001-10-16 16:47:08# 127. lþ. 11.5 fundur 3. mál: #A stjórn fiskveiða# (úthlutun aflahlutdeilda o.fl.) frv., sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 11. fundur, 127. lþ.

[16:47]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Við erum ekki á sömu skoðun, það hefur komið fram. En það breytir auðvitað ekki þeirri staðreynd að leitað hefur verið sátta, og fulltrúar hv. þm. Samfylkingarinnar hafa ekki viljað taka í þá útréttu sáttarhönd. Þeir hafa viljað halda sig við þær tillögur sem leiða til óstöðugleika, leiða til óvissu um það hvaða veiðiheimildir einstakar útgerðir hafa og hvaða veiðiheimildir einstakar byggðir hafa, óvissu sem er umfram það sem ríkti áður en kvótakerfinu var komið á og hefur ríkt síðan kvótakerfið kom á. Þeir vilja auka óvissuna og það er eitthvað allt annað en það sem sjávarbyggðir okkar þurfa á að halda og þjóðbúskapur okkar þarf á að halda.