Dagur sjálfboðaliðans

Mánudaginn 12. nóvember 2001, kl. 15:25:37 (1410)

2001-11-12 15:25:37# 127. lþ. 26.2 fundur 124#B dagur sjálfboðaliðans# (óundirbúin fsp.), LMR
[prenta uppsett í dálka] 26. fundur, 127. lþ.

[15:25]

Lára Margrét Ragnarsdóttir:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. kærlega fyrir þetta svar. Ég vil gjarnan benda á að fyrrv. innanríkisráðherra Breta, Jack Straw, lýsti því yfir að hann mundi persónulega taka sér dagsleyfi frá opinberum störfum og ráðlagði öðrum að gera svo líka. Norðurlandaþjóðir hafa gert þetta sömuleiðis. Danmörk hefur stofnað til samstarfsnefndar frjálsra félagasamtaka um sjálfboðaliðastörf í samráði og samvinnu við ríkisstjórnina. Í Noregi hefur verið efnt til ráðstefnu um málefni sjálfboðaliða með ráðamönnum, konungsfjölskyldu og öðrum. Hið sama má segja um Svíþjóð og Finnland, allt er þetta í sama dúr.

Ég þakka kærlega svar hæstv. forsrh. og vænti þess að 5. desember verði okkur hátíðlegur dagur.