Tilkynning um dagskrá

Fimmtudaginn 15. nóvember 2001, kl. 10:31:26 (1585)

2001-11-15 10:31:26# 127. lþ. 30.92 fundur 143#B tilkynning um dagskrá#, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 30. fundur, 127. lþ.

[10:31]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti vill láta þess getið að ráðgerðar eru tvær umræður utan dagskrár í dag. Hin fyrri verður nú í upphafi þingfundar og er um áform í einkarekstri heilbrigðisþjónustunnar. Málshefjandi er hv. þm. Bryndís Hlöðversdóttir. Hæstv. heilbrrh. verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.

Hin síðari hefst um kl. 2.30 og er um yfirtöku ríkisins á Orkubúi Vestfjarða. Málshefjandi er hv. þm. Jón Bjarnason. Hæstv. fjmrh. verður til andsvara.