Umgengni um nytjastofna sjávar

Þriðjudaginn 20. nóvember 2001, kl. 17:24:09 (1827)

2001-11-20 17:24:09# 127. lþ. 32.6 fundur 286. mál: #A umgengni um nytjastofna sjávar# (brottkast afla) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 32. fundur, 127. lþ.

[17:24]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, það er það sem ég á við. Ég tel að það eigi alveg að geta gengið að þegar viðkomandi fær aukategundir verði tilfærsla milli tegunda og hann missi þá þorskígildi sín samkvæmt gildandi stuðlum. Ég sé ekki að það geti ekki gengið prýðilega upp. Mér finnst full ástæða til að gefa gaum að þessum hugmyndum og ég man vel eftir því hvernig hv. þm. lagði þær fyrir á sínum tíma. Ég held því ekki fram að ekki megi skipta þessu eitthvað öðruvísi niður en hv. þm. lagði þá til. Það þarf bara að skoða betur. En ég tel mjög mikilvægt að menn einfaldi kerfið og að t.d. einhverjir smáútgerðarmenn sem fá endrum og eins nokkur kíló af einhverjum tegundum þurfi ekki að vera að eltast við kvóta í kringum það. Ef þeir eru með kvóta í tveim eða þrem aðaltegundum sem þeir eru að fiska komi hitt af sjálfu sér og allur meðafli sé þeim þá ekki neitt vandamál heldur dragist bara frá heildarþorskígildiskvóta þeirra.