Samningur um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða

Fimmtudaginn 29. nóvember 2001, kl. 18:39:43 (2264)

2001-11-29 18:39:43# 127. lþ. 40.2 fundur 326. mál: #A samningur um viðurkenningu og fullnustu erlendra gerðardómsúrskurða# þál., RG
[prenta uppsett í dálka] 40. fundur, 127. lþ.

[18:39]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég mun ekki tefja þennan fund með einhverri ræðu. Þegar ég horfði á þetta þingmál var ég að undrast yfir því að við ætluðum að fara að fullgilda samning sem hefði öðlast gildi 7. júní 1959 og fór að velta því fyrir mér hvernig stæði á því að við værum að gera þetta núna. En ég kem hingað til að vekja athygli á því sem segir hér að það er alþjóðavæðingin og breytingin á viðskiptum og hversu gífurleg breyting hefur orðið á viðskiptalífi okkar bara síðasta áratug sem gerir það að verkum að við erum núna að gerast aðilar að þessum samningi. Það vildi ég sagt hafa, herra forseti.