Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 14:23:03 (2382)

2001-12-04 14:23:03# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÖS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[14:23]

Össur Skarphéðinsson (andsvar):

Herra forseti. Miklar umræður hafa þegar orðið um þær 300 milljónir sem ríkisstjórnin leggur til að veittar verði til þess að greiða fyrir störf og vinnu einkavæðingarnefndar. Nú segir í lögum um fjárreiður ríkisins í 33. gr. að þegar slík ófyrirséð atvik komi upp sé fjmrh. skylt að gera fjárln. Alþingis grein fyrir slíkum ófyrirséðum greiðslum strax og ákvörðun hefur verið tekin.

Ég vil því spyrja hv. þm. Ólaf Örn Haraldsson, formann fjárln., hvort ríkisstjórnin hafi sinnt lagaskyldu sinni um þetta.