Fjáraukalög 2001

Þriðjudaginn 04. desember 2001, kl. 19:23:43 (2456)

2001-12-04 19:23:43# 127. lþ. 42.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 42. fundur, 127. lþ.

[19:23]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég er sammála hv. þm. um að ekki eigi að leysa vanda einstakra sveitarfélaga með sértækum hætti þegar vandinn, eins og hér um ræðir, fjárhagsvandi sveitarfélaganna, er meira eða minna kerfislægur. Það eru alla vega fleiri sveitarfélög sem standa frammi fyrir viðlíka vanda. Það á að taka á honum heildstætt og á landsvísu. Þar er ég alveg sammála hv. þm. og tel að þannig eigi að vinna. Tillöguflutningur okkar miðar í þá átt og tekur mið af því.

Ég er hins vegar sammála hv. þm. í því að þetta á að gera sem mest á almennan hátt og þannig kemur það líka sveitarfélögunum til góða til framtíðar litið fremur en að standa stöðugt í einhverjum bráðabirgðareddingum sem geta aldrei annað en verið slíkar meðan málið er síðan óleyst í heild sinni til frambúðar. Það eru ekki góð vinnubrögð heldur á að taka á þessu heildstætt. Á það legg ég áherslu, herra forseti.