Húsnæðismál

Þriðjudaginn 11. desember 2001, kl. 15:33:13 (2923)

2001-12-11 15:33:13# 127. lþ. 48.2 fundur 358. mál: #A húsnæðismál# (afskrift af skuldum sveitarfélaga) frv. 155/2001, félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 127. lþ.

[15:33]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. 3. þm. Norðurl. e. fyrir jákvæðar undirtektir við málið. Ég lít svo á að þessari heimild verði að beita frekar varlega, þ.e. frekar þröngt, að þetta verði að vera liður í samræmdum aðgerðum fleiri lánastofnana til þess að létta byrðum af sveitarfélögunum.

Ég tel að það þurfi ekki að vera svo langt gengið að sveitarfélög þurfi að vera komin í gjörgæslu heldur að málefni sveitarfélagsins séu til athugunar hjá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga og eftirlitsnefndin telji að þetta sé úrræði sem geti orðið til þess að forða því að sveitarfélagið komist í þrot og þurfi að fara í gjörgæslu.