Stjórn fiskveiða

Miðvikudaginn 12. desember 2001, kl. 14:07:31 (3070)

2001-12-12 14:07:31# 127. lþ. 50.8 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 50. fundur, 127. lþ.

[14:07]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel mjög vel mögulegt að klára afgreiðslu málsins á yfirstandandi þingi. Eins og fram kom í fyrirspurn hv. þm. er búið að vinna þetta mál mjög mikið, bæði í auðlindanefnd og endurskoðunarnefnd. Það hafa farið fram gríðarlega miklar umræður hér á þinginu um sjávarútvegsmál í vetur. Hv. þm. átti sjálfur sæti í endurskoðunarnefndinni og hann á að vita mætavel hversu mikil vinna hefur verið lögð af mörkum í þessu máli. Því tel ég að það eigi að vera mjög vel gerlegt að klára málið á þessu þingi.

Hins vegar er það Alþingis að ákveða það en ekki mitt. Ég get auðvitað ekki fullyrt að málið verði afgreitt. Hv. þm. hefur eins og aðrir hv. þm. talsvert um það að segja sjálfur, þ.e. hvernig Alþingi kýs að haga sínum störfum. Ég tel að þetta eigi að vera vel mögulegt.