Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 15:42:08 (3211)

2001-12-13 15:42:08# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, ÁMöl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[15:42]

Ásta Möller (andsvar):

Herra forseti. Við þekkjum að legutími á sjúkrahúsum er að styttast með hverju árinu og er kominn niður í sex eða sjö daga að meðaltali. Það voru fyrir nokkrum árum í kringum tíu daga. Fólk fer því fyrr heim af sjúkrahúsum, það er alveg rétt. En það fer heim til sín í flestum tilvikum. Ef sjúkrahótelið væri ekki til staðar þá þyrfti fólkið að fara heim til sín. Þannig væri þetta er miklu frekar valkostur, að fólk geti valið að vera heima eða á sjúkrahóteli. Ég tel ekki að það sé nema í örfáum tilvikum að fólk yrði að öðrum kosti á sjúkrahúsum.

Ég tel að þetta væga daggjald sem til stendur að setja á sé til að koma til móts við fæðiskostnað sem fólk þyrfti að öðrum kosti að standa undir heima hjá sér, eða hjá ættingjum úti í bæ eða í leiguíbúð sem það mundi annars þurfa að leigja sér. Ég tel að þarna sé boðið upp á valkost sem er mjög góður. Í þessu er mikill stuðningur og minni kostnaður hjá fólki að öðrum kosti. Jafnframt leiðir þessi ráðstöfun til aukins hagræðis fyrir þetta fólk. Ég sé ekkert á móti því að það sé vægt daggjald, fæðisgjald, sem standi undir fæðiskostnaði í þessari þjónustu.