Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Fimmtudaginn 13. desember 2001, kl. 16:46:12 (3227)

2001-12-13 16:46:12# 127. lþ. 54.4 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, ÁRJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 54. fundur, 127. lþ.

[16:46]

Ásta R. Jóhannesdóttir (andsvar):

Herra forseti. Fólk hefur ekki átt neinn annan kost en að greiða því að það hefur verið rukkað.

En ég verð að segja, herra forseti, að framganga ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar, þegar harðnar á dalnum með hverjum sem Sjálfstfl. er í ríkisstjórn, er auðvitað lexía til kjósenda um að kjósa ekki Sjálfstfl. ef þeir vilja standa vörð um velferðarkerfið. Það er lexían --- að kjósa ekki Sjálfstfl. þegar þeir vilja standa vörð um velferðarkerfið. Og þar gildir hið fornkveðna: ,,Allt er betra en íhaldið.``