Leigubifreiðar

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 11:12:56 (3320)

2001-12-14 11:12:56# 127. lþ. 55.10 fundur 167. mál: #A leigubifreiðar# (heildarlög) frv. 134/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[11:12]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Við hjá Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði lítum á leigubílaakstur sem grunnalmannaþjónustu. (Gripið fram í: Jón var búinn að segja það.) Góð vísa er aldrei of oft kveðin.

Það sem við erum ósátt við í þessu frv. er að sú kerfisbreyting að fara með yfirumsjón málaflokksins frá ráðuneytinu til Vegagerðarinnar leiðir af sér aukna gjaldtöku og við erum henni andvíg. Við getum ekki annað en setið hjá við þessa atkvæðagreiðslu en munum í framhaldinu gera tillögur um að þessari gjaldtöku verði aflétt. Þess vegna sitjum við hjá. Við erum andvíg því að u.þ.b. 10 millj. kr. gjaldtaka leiði af kerfisbreytingunni sem nú er sett í lög.