Ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 12:04:06 (3330)

2001-12-14 12:04:06# 127. lþ. 55.13 fundur 348. mál: #A ráðstafanir í ríkisfjármálum 2002# (breyting ýmissa laga) frv. 148/2001, Frsm. minni hluta JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[12:04]

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Jóhanna Sigurðardóttir) (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. forsrh. segir að ekki séu deilur um Þjóðhagsstofnun í ríkisstjórn og þá á hann væntanlega við hvort leggja eigi hana niður eða ekki og ég geri ráð fyrir að hæstv. forsrh. sé þá fallinn frá því að leggja niður Þjóðhagsstofnun eða gera tilraun til þess, vegna þess að ég trúi ekki að framsóknarmenn hafi fallist á það í ríkisstjórn að leggja hana niður.

Varðandi deilur um vísitöluáhrifin, þá er það svo að ekkert voðalega mikið ber á milli þess sem Þjóðhagsstofnun lagði fram í samráði við Hagstofu og þeirra áhrifa sem fjmrn. sjálft hefur lagt fram af hækkunum vegna þessa frv. og vegna komugjalda og hækkunar í heilbrigðisþjónustunni. Þar er verið að tala um 0,33% í heild sinni meðan við erum að tala um 0,35%. Það ber á milli varðandi hækkanir á innritunar- og efnisgjöldum en ég verð að segja það, herra forseti, að ég trúi Þjóðhagsstofnun sem hefur skoðað þetta mál í samráði við Hagstofu miklu betur en fjmrn.