Stjórn fiskveiða

Föstudaginn 14. desember 2001, kl. 14:38:09 (3355)

2001-12-14 14:38:09# 127. lþ. 55.14 fundur 193. mál: #A stjórn fiskveiða# (krókaaflamarksbátar) frv. 129/2001, SvanJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 55. fundur, 127. lþ.

[14:38]

Svanfríður Jónasdóttir:

Herra forseti. Það hefur komið vel fram við umræðu um það frv. sem hér er að verða að lögum að Samfylkingin styður meðaflagreinina sem nú er bráðabirgðaákvæði. Hins vegar munum við sitja hjá við lokaafgreiðslu málsins. Við höfum ekki tekið þátt í þeim lagabreytingum sem meiri hlutinn hér á Alþingi hefur verið að gera gagnvart smábátunum. Við lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni gagnvart því hvernig farið er með það starfsumhverfi sem sjávarútvegurinn býr við með endalausum lagasetningum, breytingum og upptöku laganna. Samfylkingin situr hjá og lýsir allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni hvað varðar málefni smábátanna.