Ferill 66. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 66  —  66. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um bið eftir heyrnartækjum.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hve langur biðtími er eftir heyrnarmælingu annars vegar og heyrnartækjum hins vegar? Hve mikið þurfa notendur þjónustunnar að greiða fyrir hana hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni og hve mikið hjá einkaaðila?
     2.      Hve mikið fjármagn hefur ríkisvaldið veitt árlega sl. fimm ár til heyrnarmælinga annars vegar og heyrnartækja hins vegar og hver hefur verið árleg fjölgun þeirra sem á þessari þjónustu þurfa að halda? Hvað má áætla að það kosti að tæma biðlistana?
     3.      Hve margir, börn og fullorðnir, bíða eftir fyrrgreindri þjónustu og hvernig hefur biðlistinn breyst á sl. þremur árum?
     4.      Hvaða áhrif hefur langur biðtími eftir heyrnartækjum á þroskaferil barna, félagslegt umhverfi og skólagöngu, þ.m.t. leikskóla?
     5.      Hvaða áhrif hefur langur biðtími eftir heyrnartækjum á félagslegt umhverfi og atvinnumöguleika fullorðinna?
     6.      Hvaða áform og áætlanir eru uppi um að stytta biðlista og hvernig réttlætir ráðherra langa bið eftir heyrnarmælingum og heyrnartækjum?


Skriflegt svar óskast.