Ferill 129. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 129  —  129. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattgreiðslur fyrirtækja og einstaklinga.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hvernig hefur tekjuskattshlutfall félaga breyst hér á landi samanborið við önnur ríki OECD á síðasta áratug?
     2.      Hvert er heildartekjuskattshlutfall á rekstrarhagnað félaga, þ.e. tekjuskattur félags að viðbættum skatti á eigandann við úttekt á arði, hér á landi og samanborið við önnur ríki OECD?
     3.      Hve mörg fyrirtæki greiða tekjuskatt hér á landi, hvernig skiptast þau eftir atvinnugreinum og skattumdæmum árin 1999–2001 og hver er tekjuskattur fyrirtækja þessi ár sem hlutfall af þjóðarframleiðslu?
     4.      Hverjar eru skattgreiðslur fyrirtækja annars vegar og einstaklinga hins vegar á árunum 1999–2001:
                  a.      sem hlutfall af heildarsköttum,
                  b.      sem hlutfall af þjóðarframleiðslu?
        Óskað er einnig eftir samanburði á þessum efnisþáttum við skattlagningu einstaklinga og fyrirtækja innan annarra ríkja OECD.
     5.      Hvert er hlutfall heildarskattlagningar á tekjur af atvinnurekstri annars vegar og laun hins vegar hér á landi og samanborið við önnur ríki OECD á árunum 1997–2001?


Skriflegt svar óskast.