Ferill 147. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 147  —  147. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um greiðslu kostnaðar við heilbrigðisþjónustu á Evrópska efnahagssvæðinu.

Frá Ástu Möller.



    Telur ráðherra að niðurstaða Evrópudómstólsins 12. júlí sl. um að sjúklingar eigi rétt á að fá greiddan kostnað við heilbrigðisþjónustu, sem ekki er unnt að veita á tímabæran hátt í heimalandinu en framkvæmd er í öðru aðildarríki Evrópubandalagsins, hafi fordæmisgildi á Evrópska efnahagssvæðinu og gildi því fyrir Íslendinga jafnt sem aðra þegna á svæðinu?