Ferill 148. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 148  —  148. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um innkaup heilbrigðisstofnana.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hversu mikið af útgjöldum heilbrigðisstofnana fór til tækjakaupa undanfarin fimm ár, aðgreint eftir árum?
     2.      Hversu mikið af innkaupunum var boðið út?
     3.      Hvernig var staðið að þeim innkaupum sem ekki voru boðin út?
     4.      Á vegum hverra fóru útboðin fram?
    Sambærilegar upplýsingar óskast um innkaup heilbrigðisstofnana á:
     a.      rekstrarvörum,
     b.      húsgögnum,
     c.      annarri nauðsynjavöru.


Skriflegt svar óskast.