Ferill 183. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 186  —  183. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um fartölvuvæðingu framhaldsskólanna.

Frá Björgvini G. Sigurðssyni.



     1.      Hvað hefur ráðherra gert til að stuðla að því að fartölvuvæða framhaldsskólana?
     2.      Hefur ráðherra beitt sér fyrir samningum um hagstæð innkaup skólanna á fartölvum?
     3.      Hvað hyggst ráðherra gera til að koma í veg fyrir að efnahagur mismuni nemendum og að fartölvuvæðingin skapi ójafnræði á milli barna efnaðra foreldra og efnaminni foreldra?
     4.      Hyggst ráðherra veita nemendum fjárhagsstuðning við fartölvukaupin og ef svo er, verður hann tengdur efnahag foreldranna?


Skriflegt svar óskast.