Ferill 216. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 241  —  216. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um Tryggingarsjóð innstæðueigenda og fjárfesta.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Er ráðherra sammála því mati forstjóra Fjármálaeftirlitsins að líklegt sé að einhverjar fjármálastofnanir lendi í verulegum erfiðleikum á næstu mánuðum? Telur ráðherra rétt að grípa til aðgerða vegna þess og þá hverra?
     2.      Hver er heildareign Tryggingarsjóðs innstæðueigenda og fjárfesta og hvernig skiptist hún milli innstæðudeildar og verðbréfadeildar? Hve hátt hlutfall er heildareignin af heildarinnstæðum einstaklinga í bönkum og sparisjóðum annars vegar og verðbréfaeign þeirra     hins vegar?
     3.      Hve mikið hafa bankar og sparisjóðir greitt í sjóðinn árlega sl. fimm ár?
     4.      Telur ráðherra Tryggingarsjóðinn nægjanlega öflugan til að geta mætt hugsanlegum skakkaföllum fjármálastofnana, annars vegar vegna innstæðna hjá bönkum og sparisjóðum og hins vegar vegna verðbréfaeignar?
     5.      Getur ráðherra fullvissað sparifjáreigendur um að tryggingavernd þeirra vegna innstæðna í bönkum eða verðbréfaeignar sé nægjanlega örugg þannig að tap þeirra verði að fullu bætt komi til gjaldþrota eða skakkafalla á fjármálamarkaðnum eða hjá einstökum fjármálafyrirtækjum?
     6.      Hve margir eiga innstæðu í bönkum og sparisjóðum sem er yfir lágmarkstryggingu sem Tryggingarsjóður bætir að fullu og hver er lágmarkstryggingavernd sjóðsins? Hver er meðalinnstæða þeirra sem áttu hærri innstæðu en 10.000 kr. en undir lágmarkstryggingu sem bætt er að fullu?
     7.      Er ráðherra reiðubúinn að beita sér fyrir því að Tryggingarsjóður taki á sig fulla tryggingavernd einstaklinga vegna innstæðna í bönkum eða verðbréfaeignar?


Skriflegt svar óskast.