Ferill 222. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 247  —  222. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um skiptingu fjárveitinga til heilbrigðisþjónustu.

Frá Árna R. Árnasyni.



    Hve stórum hluta heilbrigðisþjónustunnar allrar og helstu greina hennar, svo sem heilsugæslu að meðtöldum heimilislækningum, almennra rannsókna á sjúkdómum og sjúklingum, læknisaðgerða, hjúkrunar, meðferðar við sjúkdómum, endurhæfingar og hjúkrunar og umönnunar sjúkra aldraðra, er sinnt af öðrum en opinberum aðilum, miðað við ráðstöfun fjárveitinga á fjárlögum (að meðtöldum fjárveitingum til Tryggingastofnunar)?