Ferill 69. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 267  —  69. mál.




Svar



heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um útgjöld heimila til lyfja- og læknisþjónustu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hver hefur hlutur heimilanna verið í heildarlyfjakostnaði annars vegar og heildarkostnaði við læknisþjónustu hins vegar frá árinu 1995? Óskað er eftir að fram komi árlegar breytingar á sambærilegu verðlagi í milljónum króna.
     2.      Hvaða breytingar hafa orðið árlega sl. fimm ár á hlut sjúklinga í greiðslum fyrir:
                  a.      sérfræðilæknisþjónustu,
                  b.      heilsugæsluþjónustu,
                  c.      röntgen- og rannsóknarþjónustu,
                  d.      lyf?
             Óskað er eftir að fram komi annars vegar hlutur sjúklinga af árlegum heildarkostnaði og hins vegar hlutur sjúklinga með og án sérstaks afsláttar. Fram komi hlutfallslegar breytingar á heildarkostnaði milli ára og einnig samanburður á kostnaði á sambærilegu verðlagi.
     3.      Hve háar hafa endurgreiðslur vegna lyfjakostnaðar verið árlega sl. fimm ár og hve margir hafa fengið endurgreiðslur?


    Upplýsingarnar leiða í ljós að hlutur sjúklinga sem hlutfall af árlegum heildarkostnaði hefur farið lækkandi á þessu tímabili. Jafnframt hefur heildarkostnaður við þessa þjónustu vaxið með hverju ári. Á það jafnt við um sérfræðilæknisþjónusu, heilsugæsluþjónustu og röntgen- og rannsóknarþjónustu.
    Í meðfylgjandi töflum má sjá hvernig hlutur sjúklinga í greiðslum fyrir sérfræðilæknisþjónustu, heilsugæsluþjónustu og röntgen- og rannsóknarþjónustu hefur breyst síðastliðin fimm ár, annars vegar á verðlagi hvers árs og hins vegar á föstu verðlagi, og er þar miðað við breytingar á vísitölu neysluverðs.

Lækniskostnaður.
    Af tölunum er ljóst að hlutur sjúklinga í heildargreiðslum hefur í öllum tilvikum farið lækkandi. Á sama tíma og heildarkostnaðurinn við komu til sérfræðilækna hækkaði að meðaltali um tæplega 40% (árin 1997–2000) á föstu verðlagi lækkaði hlutur sjúklings um rúmlega fimm af hundraði. Hundraðshluti sjúklings í heildarkostnaði við komu til sérfræðilæknis var 44,1% árið 1997, en hafði lækkað í 29,9% á árinu 2000.
    Það var yfirlýst stefna fyrrverandi heilbrigðisráðherra og er yfirlýst stefna núverandi ráðherra að þeir sem hyggist notfæra sér heilbrigðisþjónustuna séu hvattir til að leita fyrst til heilsugæslunnar, grunnþjónustunnar. Þess má og sjá stað í ákvörðun gjalds fyrir komur til heilsugæslulækna. Heildargreiðslur sjúklinga fyrir komur á heilsugæslustöðvar var 7,8% af heildarkostnaði við rekstur heilsugæslustöðva árið 2000, en var 13,6% á árinu 1995. Heildarkostnaður við rekstur heilsugæslustöðva er 2.310,1 millj. kr. árið 2000, en var 1.458,3 millj. kr. árið 1995 á verðlagi vísitölu neysluvöruverðs 2000.
    Svipaða sögu er að segja um greiðslur fyrir röntgen og rannsóknir. Á tímabilinu 1997– 2000 hækkaði heildarkostnaðurinn við þjónustuna um nítján af hundraði en hlutur sjúklings í greiðslum fyrir þjónustuna lækkaði bæði sem hlutfall af heildarkostnaði og á föstu verðlagi. Hann var 10,7% árið 1997, en var 8,8% á árinu 2000.
    Upplýsingar varðandi sérfræðilæknis-, röntgen- og rannsóknarþjónustu eru byggðar á gögnum frá Tryggingastofnun ríkisins. Upplýsingar um hlut sjúlinga af árlegum heildarkostnaði eru til frá 1997. Ekki liggja fyrir upplýsingar um afslátt til aldraðra og öryrkja.
    Upplýsingar um kostnað við heilsugæsluþjónustu eru fengnar úr ríkisreikningi hvers árs og gögnum frá Tryggingastofnun ríkisins. Þær ná til heilsugæslustöðva sem ekki eru hluti af heilbrigðisstofnunum eða reynslusveitarfélögum og sjálfstætt starfandi heimilslækna.

Kostnaður við sérfræðilæknisþjónustu, heilsugæsluþjónustu


og röntgen- og rannsóknarþjónustu.


Verðlag hvers árs í millj. kr.



1995 1996 1997 1998 1999 2000
Breyting % Breyting % Breyting % Breyting % Breyting %
Sérfræðilæknar
Heildarkostnaður 1.185,8 1.381,6 16,5% 1.623,3 17,5% 1.825,6 12,5%
Hluti sjúklings 523,0 564,3 7,9% 540,4 -4,2% 545,7 1,0%
Hluti sjúklings, % 44,1% 40,8% 33,3% 29,9%
Heilsugæsla
Heildarkostnaður 1.268,6 1.298,3 2,3% 1.442,5 11,1% 1.750,0 21,3% 2.001,2 14,4% 2.310,1 15,4%
Hluti sjúklings 173,0 199,5 15,3% 187,7 -5,9% 189,5 1,0% 174,5 -7,9% 180,9 3,7%
Hluti sjúklings, % 13,6% 15,4% 13,0% 10,8% 8,7% 7,8%
Röntgen/rannsókn
Heildarkostnaður 516,2 540,7 4,7% 597,3 10,5% 678,5 13,6%
Hluti sjúklings 55,3 54,5 -1,4% 55,4 1,7% 60,0 8,3%
Hluti sjúklings, % 10,7% 10,1% 9,3% 8,8%

Kostnaður við sérfræðilæknisþjónustu, heilsugæsluþjónustu


og röntgen- og rannsóknarþjónustu.


Fast verðlag í millj. kr. miðað við meðalvísitölu neysluverðs árið 2000.



1995 1996 1997 1998 1999 2000
Breyting % Breyting % Breyting % Breyting % Breyting %
Sérfræðilæknar
Heildarkostnaður 1.309,4 1.500,7 14,6% 1.704,6 13,6% 1.825,6 7,1%
Hluti sjúklings 577,5 612,9 6,1% 567,5 -7,4% 545,7 -3,8%
Hluti sjúklings, % 44,1% 40,8% 33,3% 29,9%
Heilsugæsla
Heildarkostnaður 1.458,3 1.459,6 0,1% 1.592,9 9,1% 1.900,8 19,3% 2.101,5 10,6% 2.310,1 9,9%
Hluti sjúklings 198,9 224,3 12,8% 207,3 -7,6% 205,8 -0,7% 1.74,5 -15,2% 180,9 3,7%
Hluti sjúklings, % 13,6% 15,4% 13,0% 10,8% 8,3% 7,8%
Röntgen/rannsókn
Heildarkostnaður 570,0 587,3 3,0% 627,2 6,8% 678,5 8,2%
Hluti sjúklings 61,1 59,2 -3,1% 58,2 -1,7% 60,0 3,1%
Hluti sjúklings, % 10,7% 10,1% 9,3% 8,8%
Vísitala neysluverðs 173,2 177,1 180,3 183,3 189,6 199,1
Lyfjakostnaður.
    Um lyfjakostnað er það að segja að þær upplýsingar er fyrir liggja byggjast bæði á útgjöldum almannatrygginga í lyfjakostnaði og á verði seldra lyfja í heildsölu, sem framreiknað er til útsöluverðs samkvæmt þeim reglum sem þar um gilda. Smásöluálagning lyfja er breytileg. Hún er hæst á ódýrustu lyfjunum en lægst á þeim dýrustu. Tekið skal fram að til heildarlyfjasölu teljast bæði lausasölulyf og lyfseðilsskyld lyf.
    Í meðfylgjandi töflu um greiningu lyfjakostnaðar 1995–2000 eru upplýsingar á verðlagi hvers ár og á föstu verðlagi um heildarlyfjasölu á útsöluverði með virðisaukaskatti. Í greiningunni kemur fram heildarlyfjasala (A), sem er lyfjamagn á ákveðnu hámarksverði með virðisaukaskatti, lyf til sjúkrastofnana (B), lyfsala í apótekum (C), sem er heildarlyfjasalan að frádreginni notkun á sjúkrastofnunum, greiðslur almannatrygginga í lyfjakostnaði (D) og hluti sjúklings (E).
    Varðandi hluta sjúklings eins og hann er fram settur í greiningunni er rétt að taka fram og undirstrika að hér er miðað við hluta sjúklings miðað við hámarksútsöluverð eins og verðið er ákveðið af lyfjaverðsnefnd. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hlut sjúklings sambærilegar við upplýsingarnar um greiðslur TR (D) svo að dæmi sér tekið. Þetta helgast af því að apótekin veita sjúklingum afslátt frá hlut sínum, afslátt sem getur verið afar mismunandi eftir fyrirtækjum og eftir því um hvaða lyf er að ræða. Almennt var ekki veittur afsláttur fyrr en apótekum fjölgaði á árunum 1996–97 og samkeppni jókst. Dæmi eru um meira en 50% afslátt af greiðsluhluta sjúklings, en slíkur afsláttur kemur eðli máls samkvæmt ekki fram í upplýsingum um greiðsluhluta sjúklings sem miðast alltaf við hámarksverð án afsláttar.
    Af töflunum mætti ætla að hlutur sjúklinga af heildarlyfjakostnaði hefði hækkað úr 28,1% árið 1995 í 34,6% á árinu 2000 á föstu verðlagi, en svo er ekki vegna þess sem nefnt var hér að framan um veittan afslátt lyfsölufyrirtækjanna sem ekki er hægt að taka tilliti til í greiningu lyfjakostnaðar. Mælikvarðinn á það hvernig útgjöld heimilanna hafa breyst frá því að lyfsölulögum var breytt á árinu 1996 er að skoða þróun lyfjaverðsins til sjúklinga með því að skoða lyfjalið vísitölu neysluverðs, eins og Hagstofa Íslands mælir hana. Samkvæmt mælingu á lyfjalið vísitölu neysluverðs hafa útgjöld heimilanna lengst af verið 80–85% af því sem þau voru í mars 1997 (mars 1997 = 100, sjá meðfylgjandi yfirlit yfir mælingu Hagstofu Íslands).
    Einu upplýsingarnar frá apótekum sem Tryggingastofnun ríkisins hefur um greiðsluhlut sjúklinga eru fengnar með aðstoð reiknilíkans, sem byggist á rauntölum úr tveimur apótekum á tímabilinu janúar til október 1999. Í þessum tölum koma fram fram veittur afsláttur til sjúklinga á þessum tíma hjá þessum tveimur apótekum. Áreiðanleiki upplýsinganna takmarkast því í raun við apótekin tvö, sbr. það sem Tryggingastofnun ríkisins tekur fram í fyrirvara við tölurnar: „En lögð er áhersla á að þessi apótek eru langt frá því að vera dæmigerð fyrir veittan afslátt því þau veittu mun minni afslátt en tíðkaðist á þeim tíma m.v. apótekskeðjurnar.“ (Úr bréfi forstjóra TR dags. 15.10 2001). Samanburður á mælingu Hagstofunnar á „lyfjalið vísitölu neysluverðs“ og upplýsingum sem fengnar eru á grundvelli reiknilíkansins undirstrika fyrirvara TR og benda til að þær upplýsingar megi ekki nota sem hluta fyrir heild þegar metinn er greiðsluhlutur sjúklinga. Einu almennu vísbendingarnar sem lesa má úr töflunum er sá mikli munur sem er á greiðsluhlut almennings og elli- og örorkulífeyrisþega í lyfjaverðinu.

Breytingar á greiðsluþátttöku sjúklinga á árunum 1995–2000.



1. jan. 1995 15. mar. 1996 1. jan. 1997 1. jan. 1998 1. jan. 1999 1. jan. 2000 15. jún. 2000
B – almennt Fyrstu 500 kr. 600 kr. 800 kr. 900 kr. 1.000 kr. 1.200 kr. 1.550 kr.
Hlutfall 12,5% 16,0% 24,0% 30,0% 40,0% 60,0% 65,0%
Hámark 1.500 kr. 1.500 kr. 1.500 kr. 1.700 kr. 1.800 kr. 2.400 kr. 3.100 kr.
B – elli-/örorkulífeyrisþegar Fyrstu 150 kr. 200 kr. 250 kr. 300 kr. 350 kr. 400 kr. 550 kr.
Hlutfall 5,0% 8,0% 12,0% 15,0% 20,0% 30,0% 50,0%
Hámark 400 kr. 400 kr. 400 kr. 500 kr. 600 kr. 800 kr. 950 kr.
E – almennt Fyrstu 500 kr. 600 kr. 800 kr. 900 kr. 1.000 kr. 1.200 kr. 1.550 kr.
Hlutfall 25,0% 30,0% 40% 60,0% 80,0% 80,0% 80,0%
Hámark 3.000 kr. 3.000 kr. 3.000 kr. 3.300 kr. 3.500 kr. 3.800 kr. 4.500 kr.
E – elli-/örorkulífeyrisþegar Fyrstu 150 kr. 200 kr. 250 kr. 300 kr. 350 kr. 400 kr. 550 kr.
Hlutfall 10,0% 12,5% 20,0% 30,0% 40,0% 50,0% 50,0%
Hámark 800 kr. 800 kr. 800 kr. 900 kr. 1.000 kr. 1.100 kr. 1.250 kr.

    Greiðsluþátttaka sjúklings er þannig að hann greiðir fyrstu x krónurnar og síðan tiltekið hlutfall af smásöluverði lyfsins umfram x krónur, uns hámarki er náð. Fyrir lyf sem merkt eru 0 í lyfjaverðskám greiða sjúklingar fullt verð en fyrir lyf sem merkt eru * greiða sjúklingar ekkert.

Endurgreiðslur.
    Endurgreiðslur vegna mikils læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar byggjast á reglum nr. 401/2000, um endurgreiðslu á umtalsverðum útgjöldum sjúkratryggðra vegna læknishjálpar, lyfja og þjálfunar. Var reglunum breytt 15. júní 2001 og þá var haft að leiðarljósi að koma frekar en gert var til móts við tekjulágar fjölskyldur sem bera umtalsverð útgjöld vegna læknis-, lyfja- og þjálfunarkostnaðar, en í reglunum er sérstaklega tekið tillit til fjölskyldustærðar og endurgreiðslurnar tengdar við fjölskyldutekjur. Hafði breytingin það meðal annars í för með sér að allur lyfjakostnaður vegna lyfseðilsskyldra lyfja barna innan 18 ára kemur til útreiknings við endurgreiðslu, en áður var miðað við sex ára börn í þessu sambandi.
    Yfirlit um endurgreiðslur TR eru hér á eftir. Bent skal á að endurgreiðslurnar taka ekki aðeins til lyfjakostnaðar. Til skýringar á töflunni skal vitnað til skýringa TR: „Samkvæmt reglunum er litið á sameiginlegan kostnað og tekjur fjölskyldu og er því hér um að ræða fjölda fjölskyldna sem ýmist eru einn eða fleiri einstaklingar. Einnig getur hver fjölskylda/einstaklingur átt fjórar umsóknir fyrir hvert ár, þar sem tímabilin eru hver ársfjórðungur.“

Ár Fjöldi umsókna sem fá endurgreitt Kostnaður bak við endurgreiddar umsóknir Endurgreitt
1996 531 10.309.962 3.485.135
1997 408 8.611.666 3.281.958
1998 447 9.228.366 3.716.802
1999 472 10.190.722 3.914.979
2000 536 11.140.570 4.732.716


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.





Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.