Ferill 212. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 357  —  212. mál.




Svar



sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Svanfríðar Jónasdóttur um laun og launahlutfall í flotanum.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvert var hlutfall launa af heildartekjum útgerðar í eftirfarandi útgerðarflokkum uppgjörsárin 1999 og 2000:
                  a.      hjá krókabátum,
                  b.      hjá öðrum smábátum,
                  c.      hjá hefðbundnum vertíðarbátum,
                  d.      hjá ísfisktogurum,
                  e.      hjá frystitogurum,
                  f.      hjá skipum í veiði á uppsjávarfiski?
     2.      Hverjar voru meðaltekjur skipverja í hverjum útgerðarflokki fyrir sig þessi sömu ár?


    Þjóðhagsstofnun hefur um árabil unnið yfirlit yfir rekstur helstu greina sjávarútvegs og hafa þau síðustu ár byggst að mestu á reikningum sem fyrirtæki í sjávarútvegi hafa sent stofnuninni. Í yfirlitum Þjóðhagsstofnunar er afkoma helstu greina útgerða sýnd og er flokkun stofnunarinnar eftirfarandi: bátar í nokkrum stærðarflokkum, loðnuskip, ísfisktogarar og frystitogarar. Samkvæmt Þjóðhagsstofnun eru reikningar fyrirtækjanna ekki nægilega sundurliðaðir til að unnt sé að greina útgerðarflokkana nánar niður.
    Hlutfall launa af heildartekjum útgerða samkvæmt Þjóðhagsstofnun kemur fram í eftirfarandi töflu.

1999 2000
Bátar undir 10 brl.

36,5%

35,8%
Bátar 10–200 brl.

46,5%

43,9%
Bátar yfir 200 brl.

48,1%

42,2%
Loðnubátar

47,9%

41,1%
Ísfisktogarar

38,9%

38,5%
Frystitogarar

39,0%

40,9%
Samtals

41,8%

40,8%

    Í næstu töflu er nánari sundurliðun á launum eftir útgerðarflokkum.


Fjárhæðir í millj. kr.

Bátar undir
10 brl.

Bátar
10–200 brl.
Bátar
yfir
200 brl.

Loðnubátar

Ísfisktogarar


Frystitogarar


Samtals
1999 2000 1999 2000 1999 2000 1999 2000 1999 2000 1999 2000 1999 2000
Tekjur útgerða alls


7.445

8.041

15.136

14.868

3.755

4.578

5.967

7.097

8.894

8.188

22.827

19.776

64.024

62.548
Aflahlutur 1.458 1.374 4.797 4.241 1.067 1.172 1.775 1.837 2.510 2.063 7.086 6.104 18.693 16.791
Önnur laun 72 574 1.318 1.473 506 566 729 709 521 697 681 1.086 3.827 5.105
Launatengd gjöld
135

172

539

502

139

154

221

225

266

242

685

635

1.985

1.930
Laun fyrir skrifstofustörf
1.051

760

381

307

94

40

134

145

163

154

444

266

2.267

1.672
Samtals laun
2.716
2.880 7.035 6.524 1.806 1.931 2.859 2.915 3.460 3.156 8.896 8.091 26.772 25.497
Samtals laun, % af tekjum
36,5

35,8

46,5

43,9

48,1

42,2

47,9

41,1

38,9

38,5

39,0

40,9

41,8

40,8
Heimild: Þjóðhagsstofnun.

    Ekki eru til upplýsingar um meðaltekjur skipverja eftir útgerðarflokkum. Þjóðhagsstofnun tekur saman yfirlit yfir laun sjómanna samkvæmt upplýsingum úr skattframtölum og er þar fundinn sá hópur sem nýtur sjómannaafsláttar. Ekki er unnt að greina fiskimenn frá farmönnum og eftirfarandi upplýsingar ná til allra sjómanna. Samkvæmt upplýsingum frá Farmanna- og fiskimannasambandi Íslands er þó langstærsti hluti sjómanna fiskimenn.
         Meðaltekjur sjómanna í þús. kr. árin 1999 og 2000 voru samkvæmt Þjóðhagsstofnun eins og fram kemur í eftirfarandi töflu. Annars vegar eru taldir upp allir sjómenn og hins vegar þeir sem gefa upp a.m.k. 274 daga á sjó.

1999 2000
Allir sjómenn
Fjöldi framteljanda

7.143

6.967
Meðaltekjur á mann

3.023

2.950
Sjómenn með a.m.k. 274 daga

Fjöldi framteljanda

3.558

3.525
Meðaltekjur á mann

4.474

4.348