Ferill 310. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 386  —  310. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um tónlistarnám fatlaðra.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



1.      Hefur farið fram könnun á því hvernig tónlistarskólar eru í stakk búnir til þess að mæta þörfum fatlaðra nemenda hvað varðar aðbúnað og kennslu? Ef svo er, hverjar eru niðurstöður hennar?
2.      Telur ráðherra að þörf sé á úrbótum í þessum málum, og þá hverjum, og mun ráðherra beita sér fyrir slíkum úrbótum þannig að jafnræði ríki milli fatlaðra og ófatlaðra hvað tónlistarnám varðar?