Ferill 316. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 392  —  316. mál.
Frumvarp til lagaum breyting á lögum nr. 91/1998, um bindandi álit í skattamálum.

(Lagt fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. mgr. 7. gr. laganna:
     a.      Í stað fjárhæðarinnar „10.000“ í 2. málsl. kemur: 50.000.
     b.      4. málsl. orðast svo: Um fjárhæð viðbótargjaldsins fer eftir gjaldskrá sem fjármálaráðherra setur.

2. gr.


    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Athugasemdir við lagafrumvarp þetta.


    Samkvæmt gildandi lögum skal ríkisskattstjóri taka gjald fyrir útgáfu bindandi álita. Í frumvarpi þessu er annars vegar lagt til að grunngjald fyrir hvert álit verði hækkað úr 10.000 kr. í 50.000 kr. og hins vegar að ákvæði laganna um hámarksgjald, 40.000 kr.,verði afnumið. Komið hefur í ljós við framkvæmd laganna að hvert álit er tímafrekarar en gert var ráð fyrir í upphafi þar sem þau mál sem óskað er bindandi álita um verða sífellt flóknari og umfangsmeiri.


Fylgiskjal.


Fjármálaráðuneyti,
fjárlagaskrifstofa:


Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 91/1998,
um bindandi álit í skattamálum.

    Í frumvarpinu er lagt til annars vegar að grunngjald fyrir bindandi álit sem ríkisskattstjóri gefur út verði hækkað úr 10.000 kr. í 50.000 kr. og hins vegar að ákvæði laganna um hámarksgjald að fjárhæð 40.000 kr. verði afnumið. Gert er ráð fyrir að tekjur af gjaldtökunni breytist óverulega þar sem útgefin álit eru venjulega færri en tuttugu talsins á ári hverju.