Ferill 352. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 488  —  352. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um Forvarnasjóð.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvað hefur Forvarnasjóður mikið fé til ráðstöfunar árlega og hversu miklu fé er ráðstafað til verkefna? Hversu stór hluti fjárins fer til verkefna utan höfuðborgarsvæðisins?
     2.      Hversu mörg verkefni styrkir Forvarnasjóður og hvernig er háttað kynjaskiptingu í stjórnum þeirra samtaka og félaga sem fengu styrki árið 2000?
     3.      Hvernig er háttað úthlutun úr Forvarnasjóði og:
        a.     hver metur þörf fyrir verkefni og hvaða verklag er haft við val verkefna,
        b.     hvernig er fylgst með framvindu verkefna og hver annast það,
        c.     hvernig er háttað eftirfylgni og mati á árangri og hver annast það verk?