Ferill 1. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 507  —  1. mál.




Breytingartillaga



við frv. til fjárlaga fyrir árið 2002.

Frá Ólafi Erni Haraldssyni.



Skv. frv.
m.kr.

Breyting
m.kr.

Tillaga
m.kr.

Breytingar á sundurliðun 2:
         Við 14-401 Náttúrufræðistofnun Íslands
         
a.    1.01 Yfirstjórn          6,9     8,0     14,9
         b.    1.02 Setur í Reykjavík          188,2     23,3     211,5
         c.    1.03 Setur á Akureyri          37,5     10,0     47,5
         d.     Sértekjur          -78,7     -41,3     -120,0

Greinargerð.


         Lögð er til breyting á framsetningu fjárlagaramma Náttúrufræðistofnunar Íslands sem ekki hefur í för með sér breytingar á framlögum úr ríkissjóði. Breytingin felur í sér tilfærslur milli liða þannig að sértekjur seturs stofnunarinnar í Reykjavík hækka um 31,3 m.kr. og verða 102,8 m.kr. Á móti hækkar launaliður um 21,3 m.kr. og önnur gjöld um 10,0 m.kr.
    Þá er lagt til að sértekjur seturs á Akureyri hækki um 10,0 m.kr. og verði 17,2 m.kr. Á móti hækkar launaliður Akureyrarseturs um 6,0 m.kr. og önnur gjöld um 4,0 m.kr.
     Loks eru millifærðar 4,5 m.kr. af launalið Reykjavíkurseturs á launalið yfirstjórnar og 3,5 m.kr. af liðnum önnur gjöld Reykjavíkurseturs á liðinn önnur gjöld hjá yfirstjórn.