Ferill 434. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 701  —  434. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um meðferð við vímuvanda fanga.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Hve stór hluti fanga sem afplána dóm á Litla-Hrauni er talinn háður áfengi eða ólöglegum vímuefnum?
     2.      Hve stór hluti fanga fær meðferð við vímuvanda sínum fyrir lok afplánunar?
     3.      Hvað kostar slík meðferð og hver ber kostnaðinn af henni?
     4.      Kemur til greina að bjóða upp á slíka meðferð í upphafi fangelsisvistar í stað þess að bíða þar til henni er að ljúka?