Ferill 435. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 702  —  435. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um lagningu Sundabrautar.

Frá Katrínu Fjeldsted.



     1.      Hvað líður ákvörðun um legu og lagningu Sundabrautar sem á að tengja núverandi byggð vestan Elliðaáa við framtíðarbyggð í Geldinganesi og síðan tengjast Vesturlandsvegi?
     2.      Er samkomulag í sjónmáli milli samgönguyfirvalda og borgaryfirvalda um þessar framkvæmdir?
     3.      Hvað er áætlað að framkvæmdirnar kosti miðað við þær tillögur Vegagerðarinnar sem fyrir liggja?