Ferill 228. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 859  —  228. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um skylduskil til safna.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 6. gr. Við bætist ný málsgrein, 1. mgr., svohljóðandi:
             Hljóðrit merkir í lögum þessum hvers kyns miðil sem eingöngu hýsir upptökur á tali og tónum.
     2.      Við 9. gr. Við bætist ný málsgrein, 1. mgr., svohljóðandi:
             Samsettar útgáfur merkja í lögum þessum útgáfur þar sem efni er gefið út á miðlum af ólíkri gerð en dreift í einu lagi.
     3.      Við 11. gr. Við bætist þrjár nýjar málsgreinar, 1., 2. og 3. mgr., svohljóðandi:
             Kvikmynd merkir í lögum þessum hvers kyns hreyfimyndaefni án tillits til þess með hvers konar tækni eða aðferðum það er framleitt.
             Íslensk kvikmynd í skilningi laga þessara er kvikmynd sem unnin er og kostuð af íslenskum aðilum eða er samstarfsverkefni íslenskra og erlendra aðila.
             Íslenskur framleiðandi í skilningi laga þessara er einstaklingur, fyrirtæki eða stofnun sem á lögheimili eða er skrásett á Íslandi.
     4.      Eftirfarandi breytingar verði á 19. gr.:
                  a.      Við 1. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Sama gildir um ýmislegt smáprent, svo sem eyðublöð sem eru ætluð til útfyllingar, umbúðir, bréfsefni, nafnspjöld, umslög og dagatöl sem ekki er ritstýrt og eru án texta.
                  b.      2. mgr. falli brott.