Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 950  —  603. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um heilbrigðisþjónustu fyrir börn með sjaldgæfa sjúkdóma.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hve mörg börn hér á landi teljast hafa sjaldgæfa sjúkdóma?
     2.      Hvernig er sérstökum þörfum þeirra sinnt hér á landi?
     3.      Telur ráðherra þörf á að setja á laggirnar miðstöð vegna sjaldgæfra sjúkdóma þar sem m.a. fer fram öflun og miðlun upplýsinga sem og samhæfing á meðferð fólks með sjaldgæfa sjúkdóma?