Ferill 628. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 988  —  628. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um ráðstöfunarfé ráðherra og ráðstöfun óskipts fjár á safnliðum.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur og Sigríði Jóhannesdóttur.



     1.      Hverjir stóðu fyrir verkefnum og nutu styrkja síðastliðin tvö ár af ráðstöfunarfé ráðherra á lið 02-199 í fjárlögum og safnliðunum 02-919-1.90 Söfn, 02-982-1.90 Listir, 02-983-1.10 Fræðistörf, 02-983-1.11 Styrkir til útgáfumála, 02-984-1.90 Norræn samvinna, 02-988-1.90 Æskulýðsmál, 02-989-1.90 Ýmis íþróttamál og 02-999-1.90 Ýmis framlög? Af svari ráðherra á þskj. 467 verður ekki ráðið í öllum tilvikum hverjir fengu styrkina.
     2.      Hvaða reglur gilda um úthlutanir af óskiptum liðum ráðuneytisins? Er auglýst eftir umsóknum um styrki?
     3.      Hvernig er háttað eftirliti ráðuneytisins með verkefnum sem hljóta stuðning af óskiptum liðum? Er ábyrgðaraðilum verkefnanna gert að skila skýrslum til ráðuneytisins að verki loknu?


Skriflegt svar óskast.