Ferill 385. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1038  —  385. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um breyt. á lagaákvæðum er varða samgönguáætlun o.fl.

Frá meiri hluta samgöngunefndar (GHall, MS, ArnbS, SI, DrH).     1.      Við bætist ný grein, er verði 8. gr., svohljóðandi, og breytist töluröð annarra greina í samræmi við það:
                  Heiti laganna verður: Lög um flugmálaáætlun og fjáröflun til flugmála.
     2.      Við 24. gr. bætist nýr málsliður er orðist svo: Þó tekur ákvæði til bráðabirgða þegar gildi.
     3.      Við bætist ákvæði til bráðabirgða er orðist svo:
                  Þrátt fyrir 1. mgr. 18. gr. vegalaga og 3. mgr. 1. gr. laga um flugmálaáætlun og fjáröflun til framkvæmda í flugmálum er Alþingi heimilt að afgreiða, á 127. löggjafarþingi, vegáætlun og flugmálaáætlun til eins árs fyrir árið 2002.