Ferill 643. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1040  —  643. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um mörkun stefnu um sjálfbæra þróun í íslensku samfélagi.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað líður mörkun stefnu um sjálfbæra þróun á nýrri öld sem kynnt var á umhverfisþingi í janúar 2001 og hvernig er háttað þátttöku almennings og félagasamtaka við stefnumörkunina?
     2.      Í hve miklum mæli er tekið mið af áætlun um sjálfbær Norðurlönd við stefnumörkunina?