Ferill 658. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1068  —  658. mál.




Fyrirspurn



til hagstofuráðherra um skráningu í þjóðskrá.

Frá Einari Má Sigurðarsyni.



     1.      Hvaða reglur gilda um skráningu nafna í þjóðskrá?
     2.      Hvaða stoð hafa þessar reglur í lögum og reglugerðum?
     3.      Hve margir hafa ekki fengið fullt nafn skráð í þjóðskrá undanfarin fimm ár, sundurliðað eftir árum?
     4.      Hve margir eru ekki skráðir fullu nafni í þjóðskrá?
     5.      Hve margir eru nafnlausir í þjóðskrá vegna þess að þeir eða forráðamenn þeirra sætta sig ekki við gildandi reglur?
     6.      Telur ráðherra ástæðu til að breyta reglum um skráningu nafna í þjóðskrá?


Skriflegt svar óskast.






















Prentað upp.