Ferill 702. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1121  —  702. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um þátttöku opinberra stofnana í velvildarstarfi.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



    Hvaða reglur gilda um fjárhagslega þátttöku opinberra og hálfopinberra fyrirtækja og stofnana í velvildarstarfi hvers konar, t.d.:
     a.      fjárstuðning við góðgerðarstarfsemi og menningar- og listastarf,
     b.      sameiginlega fjármögnun opinberra aðila á menningarverkefnum,
     c.      beina fjárhagslega þátttöku í starfi annarra opinberra og hálfopinberra stofnana og fyrirtækja?


Skriflegt svar óskast.