Ferill 706. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1139  —  706. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um heildarskuldir og vaxtabyrði í íslenska lánakerfinu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur og Jóhanni Ársælssyni.



     1.      Hverjar voru heildarskuldir í íslenska lánakerfinu í árslok 1995 og 2001 og hvernig skiptust þær á
                  a.      ríki,
                  b.      sveitarfélög,
                  c.      einstaklinga,
                  d.      fyrirtæki,
                  e.      stofnanir, sjóði og aðra aðila?
     2.      Hver var heildarvaxtabyrði í íslenska lánakerfinu árin 1995 og 2001 og hver hefði hún orðið miðað við meðaltal vaxta á evru-svæðinu annars vegar og hins vegar meðaltal vaxta í OECD-löndum? Svarið óskast sundurliðað á sama hátt og í fyrri lið.



Skriflegt svar óskast.