Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1141  —  204. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um atvinnuréttindi útlendinga.

Frá félagsmálanefnd.     1.      Við 1. gr. Í stað orðanna „þó með þeim undantekningum sem koma fram í III. kafla laganna“ komi nýr málsliður, svohljóðandi: Um undanþágu frá kröfu um atvinnuleyfi gilda ákvæði III. kafla.
     2.      Við 3. gr. Við bætist nýr töluliður, svohljóðandi: Nánustu aðstandendur: Maki, sambúðarmaki, samvistarmaki, niðjar yngri en 18 ára og ættmenni útlendings eða maka að feðgatali.
     3.      Við 11. gr.
                  a.      Í stað 2. og 3. mgr. komi ný málsgrein er hljóði svo:
                     Víkja má frá skilyrðum 1. mgr. ef íslenskur ríkisborgari fær lögskilnað eða slítur sambúð eða samvist við erlendan maka sinn. Þarf hjúskapur, staðfest samvist eða skráð sambúð að hafa varað í a.m.k. tvö ár og erlendi makinn þarf að hafa átt lögheimili hér á landi samfellt í a.m.k. sama tíma. Enn fremur er heimilt að víkja frá skilyrðum 1. mgr. vegna erlends maka ef um andlát íslensks maka er að ræða eða í hlut á maki útlendings sem hefur óbundið atvinnuleyfi eða börn hans 18 ára og eldri.
                  b.      Á eftir orðunum „c-liðar“ í 4. mgr., er verði 3. mgr., komi: 1. mgr.
                  c.      Í stað orðanna „atvinnuleyfi samkvæmt þessari grein“ í 5. mgr., er verði 4. mgr., komi: óbundið atvinnuleyfi.
                  d.      Í stað orðanna „fasta búsetu“ í 6. mgr., er verði 5. mgr., komi: lögheimili.
     4.      Við 14. gr. Greinin orðist svo:
             Eftirtaldir eru undanþegnir kröfu um atvinnuleyfi:
                  a.      Útlendingar sem falla undir reglur um Evrópska efnahagssvæðið.
                  b.      Útlendingar sem falla undir reglur stofnsamnings Fríverslunarsamtaka Evrópu.
                  c.      Útlendingar sem hafa verið íslenskir ríkisborgarar frá fæðingu en hafa misst íslenskan ríkisborgararétt.
                  d.      Erlendir makar íslenskra ríkisborgara og börn þeirra að 18 ára aldri.
                  e.      Útlendingar í einkaþjónustu sendimanna erlendra ríkja.
     5.      Við 17. gr. Greinin orðist svo ásamt fyrirsögn:

Refsiákvæði.

             Það varðar sektum eða fangelsi allt að sex mánuðum ef maður:
              a.      af ásetningi eða gáleysi brýtur gegn lögum þessum eða reglum settum samkvæmt þeim eða


Prentað upp á ný.

              b.      af ásetningi eða stórfelldu gáleysi veitir í máli samkvæmt lögum þessum upplýsingar sem eru í verulegum atriðum rangar eða augljóslega villandi.
             Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum ef maður:
              a.      af ásetningi eða stórfelldu gáleysi nýtir starfskrafta útlendings sem ekki hefur atvinnuleyfi samkvæmt lögunum,
              b.      af ásetningi eða stórfelldu gáleysi hefur milligöngu um vinnu eða húsnæði fyrir útlending eða gefur út eða miðlar yfirlýsingum, umsögnum eða skjölum til notkunar í máli samkvæmt lögunum ef hann með því notfærir sér ótilhlýðilega aðstæður útlendingsins,
              c.      af ásetningi með því að vekja, styrkja eða hagnýta sér ranga eða óljósa hugmynd, eða á annan ótilhlýðilegan hátt, tælir útlending til að koma til landsins í atvinnuskyni,
              d.      í hagnaðarskyni aðstoðar útlending við að stunda atvinnu án tilskilinna leyfa.
             Það varðar sektum eða fangelsi allt að fimm árum að reka skipulagða starfsemi til að aðstoða útlendinga við að starfa hér á landi án atvinnuleyfis samkvæmt lögum þessum.
             Þegar brot er framið í starfsemi lögaðila má gera lögaðilanum sekt skv. II. kafla A almennra hegningarlaga.
             Tilraun eða hlutdeild í brotum á lögum þessum er refsiverð eftir því sem segir í III. kafla almennra hegningarlaga.
     6.      Við 18. gr. Greinin orðist svo:
             Sá sem hefur milligöngu um að útlendingur flytjist til landsins í atvinnuskyni án tilskilinna leyfa, sbr. b- og c- lið 2. mgr. 17. gr., skal greiða allan kostnað við að flytja útlending úr landi.
     7.      Við 26. gr. 1. mgr orðist svo:
             Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2003.