Ferill 204. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1150  —  204. mál.
Breytingartillögurvið frv. til l. um atvinnuréttindi útlendinga.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.     1.      Við 3. gr. Í stað orðanna „Óbundið atvinnuleyfi“ í 4. tölul. og í stað sömu orða hvarvetna annars staðar í frumvarpinu komi (í viðeigandi tölu og falli): Ótímabundið atvinnuleyfi.
     2.      Við 8. gr. 1. mgr. orðist svo:
                  Tímabundið atvinnuleyfi skal að jafnaði liggja fyrir áður en útlendingur kemur í fyrsta skipti til starfa á Íslandi. Frá þessu má víkja ef sanngirnisástæður eða mannúðarsjónarmið mæla með því.
     3.      Við 11. gr.
                  a.      C-liður 1. mgr. falli brott.
                  b.      Í stað orðanna „skilyrði c-liðar“ í 4. mgr. komi: skilyrðum 1. mgr.Prentað upp.