Ferill 600. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1164  —  600. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 84/1997, um búnaðargjald, með síðari breytingum.

(Eftir 2. umr., 8. apríl.)


1. gr.


    Í stað „2,55%“ í 1. gr. laganna kemur: 2,00%.

2. gr.

    Við 2. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir sem hljóða svo: Annist framleiðandi sjálfur vinnslu og/eða sölu afurða sinna, eða annar aðili í hans nafni, er framleiðanda heimilt að draga frá stofni til búnaðargjalds kostnað/virðisauka af þeirri starfsemi samkvæmt matsreglum ríkisskattstjóra. Enn fremur er heimilt að draga frá stofni til búnaðargjalds kaupverð lífdýra sem keypt eru til áframeldis til framleiðslu búfjárafurða.

3. gr.

    3. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
    Á framtali til búnaðargjalds ber gjaldskyldum aðilum að sundurliða gjaldstofn sinn eftir búgreinum samkvæmt skilgreiningu í reglugerð sem ráðherra setur. Enn fremur skal sundurgreina gjaldstofn eftir starfsstöðvum ef aðsetur þeirra er annað en lögheimili framleiðanda og á starfssvæði annars búnaðarsambands sem þá skal tilgreint.

4. gr.

    Í stað „2,65%“ í 1. mgr. 4. gr. laganna kemur: 2,00%.
    

5. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi. Ákvæði 2. og 3. gr. koma til framkvæmda við álagningu búnaðargjalds á árinu 2003 vegna búvöruframleiðslu á árinu 2002. Ákvæði 1. og 4. gr. koma til framkvæmda við ákvörðun fyrirframgreiðslu á árinu 2003 og við álagningu búvörugjalds á árinu 2004 vegna búvöruframleiðslu á árinu 2003. Við ákvörðun fyrirframgreiðslu búvörugjalds á árinu 2002 skal innheimta 2,55% af gjaldstofni.