Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1246  —  640. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um niðurgreiðslur húshitunarkostnaðar.

Frá meiri hluta iðnaðarnefndar (HjÁ, GuðjG, BH, SvanJ, HGJ, ÁSJ, KÓ).



     1.      Við 9. gr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Ef orka frá virkjun fer ekki um kerfi dreifiveitu heldur beint til notanda skal sú notkun vera mæld með löggildum mæli og vinnsluaðili sjá um uppgjör niðurgreiðslu á sama hátt og dreifiveitur gera þegar orkan fer um kerfi þeirra.
     2.      Á eftir IV. kafla komi nýr kafli, V. kafli, Orkusparnaður, með einni nýrri grein, 19. gr., sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Orkusparnaðaraðgerðir.

                  Verja skal til orkusparnaðaraðgerða allt að 1% af því fé sem ákveðið er í fjárlögum til niðurgreiðslna á kostnaði við húshitun og til að styrkja nýjar hitaveitur.
                  Orkusparnaðaraðgerðir skulu stuðla að því að draga úr kostnaði við niðurgreiðslur á húshitunarkostnaði. Orkustofnun skal gera áætlun um hvernig fénu skuli varið og leggja hana fyrir iðnaðarráðherra til staðfestingar.