Ferill 709. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1303  —  709. mál.
Frumvarp til lagaum brottfall laga nr. 54/1974, um Þjóðhagsstofnun, með síðari breytingu, o.fl.

(Eftir 2. umr., 20. apríl.)


Afnám laga nr. 54/1974, um Þjóðhagsstofnun, með síðari breytingu.
1. gr.

    Lög nr. 54/1974, um Þjóðhagsstofnun, sbr. 7. gr. laga nr. 83/1997, falla brott.

Breytingar á öðrum lögum.
2. gr.

     a.      IV. kafli laga nr. 13/1979, um stjórn efnahagsmála o.fl., fellur brott.
     b.      Eftirtaldar breytingar verða á 1. málsl. 2. mgr. 115. gr. laga nr. 75/1981, um tekjuskatt og eignarskatt:
                  1.      Orðin „og Þjóðhagsstofnun“ falla brott.
                  2.      Í stað orðanna „þeir aðilar ákveða“ kemur: Hagstofa Íslands ákveður.
                  3.      Í stað orðanna „skýrslugerð þeirra“ komi: skýrslugerð hennar.
     c.      Úr 3. mgr. 2. gr. laga nr. 91/1987, um sóknargjöld o.fl., falla brott orðin: og Þjóðhagsstofnun.
     d.      Eftirtaldar breytingar verða á 2. mgr. 44. gr. laga nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, sbr. 13. gr. laga nr. 119/1989:
                  1.      Orðin „og Þjóðhagsstofnun“ falla brott.
                  2.      Í stað orðsins „þeirra“ kemur: hennar.
     e.      Eftirtaldar breytingar verða á 1. mgr. 3. gr. laga nr. 63/1989, um Hagþjónustu landbúnaðarins, sbr. 21. gr. laga nr. 73/1996:
                  1.      Í stað orðsins „fjóra“ í 1. málsl. kemur: þrjá.
                  2.      Orðin „einn eftir tilnefningu Þjóðhagsstofnunar“ í 2. málsl. falla brott.
     f.      Í stað orðanna „fyrirliggjandi spá Þjóðhagsstofnunar“ í 2. mgr. 2. gr. laga nr. 113/1990, um tryggingagjald, sbr. 2. gr. laga nr. 141/1995, kemur: horfum.
     g.      Úr 3. mgr. 39. gr. laga nr. 36/1993, um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu, falla brott orðin: og Þjóðhagsstofnun.
     h.      Eftirtaldar breytingar verða á 47. gr. laga nr. 88/1997, um fjárreiður ríkisins:
                  1.      Í stað orðsins „sex“ í 1. málsl. kemur: fimm.
                  2.      Í stað orðanna „tveggja fulltrúa“ í 2. málsl. kemur: eins fulltrúa.
                  3.      Orðin „og Þjóðhagsstofnunar“ í 2. málsl. falla brott.

Gildistaka.
3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júlí 2002.

Ákvæði til bráðabirgða.


    Við gildistöku laga þessara skal starfsmönnum Þjóðhagsstofnunar boðið annað starf hjá þeim stofnunum er taka við verkefnum Þjóðhagsstofnunar. Við ráðstöfun þeirra starfa þarf ekki að gæta 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.