Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1108, 120. löggjafarþing 389. mál: sameining Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda (breyting ýmissa laga).
Lög nr. 73 11. júní 1996.

Lög um breytingu á ýmsum lögum vegna sameiningar Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda í Bændasamtök Íslands.


1. gr.

Breyting á lögum nr. 56 19. júní 1933, um viðauka við og breyting á lögum nr. 68/1917, um áveitu á Flóann.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélagi Íslands“ í 11. gr. laganna kemur: Bændasamtökum Íslands.

2. gr.

Breyting á lögum nr. 117 30. desember 1943, um viðauka við lög nr. 56/1933, um viðauka við og breyting á lögum nr. 68/1917, um áveitu á Flóann.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands“ í 1. gr. laganna og „Búnaðarfélags Íslands“ í 2. gr. kemur: Bændasamtök Íslands og Bændasamtaka Íslands.

3. gr.

Breyting á lögum um eignarnámsheimild á nokkrum löndum og á afnotarétti landsvæða í Hafnarfirði, Garðahreppi og Grindavíkurhreppi og um stækkun lögsagnarumdæmis Hafnarfjarðarkaupstaðar, nr. 11/1936.
 1. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna fellur brott.
 2. Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands“ í 3. gr. laganna kemur: Bændasamtök Íslands.

4. gr.

Breyting á lögum nr. 101/1940, um breyting á lögum nr. 11/1936 (Eignarnámsheimild á nokkrum löndum o.fl.).
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

5. gr.

Breyting á landskiptalögum, nr. 46/1941, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 2. mgr. 11. gr. og í 2. málsl. 1. mgr. 16. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

6. gr.

Breyting á lögum um skógrækt, nr. 3/1955, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í b-lið 28. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

7. gr.

Breyting á girðingarlögum, nr. 10/1965, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „stjórn Búnaðarfélags Íslands tilnefnir einn af jarðræktarráðunautum félagsins“ í 1. mgr. 6. gr. laganna kemur: stjórn Bændasamtaka Íslands tilnefnir einn mann.

8. gr.

Breyting á lögum um landgræðslu, nr. 17/1965, með síðari breytingum.
 1. 1. mgr. 3. gr. laganna orðast svo:
 2.      Landbúnaðarráðherra fer með yfirstjórn landgræðslumála og skipar hann landgræðslustjóra.
 3. Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 2. tölul. 1. mgr. 7. gr. og 1. mgr. 20. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

9. gr.

Breyting á lögum um rannsóknir í þágu atvinnuveganna, nr. 64/1965, með síðari breytingum.
 1. Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 30. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.
 2. Í stað 4.–8. málsl. 1. mgr. 34. gr. laganna koma fjórir málsliðir, svohljóðandi: Bændasamtök Íslands fjóra menn, þar af tvo landsráðunauta. Framleiðsluráð landbúnaðarins einn mann. Bændaskólarnir tvo menn. Garðyrkjuskóli ríkisins einn mann.

10. gr.

Breyting á lögum um Framleiðnisjóð landbúnaðarins, nr. 89/1966, með síðari breytingum.
 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Stjórn Framleiðnisjóðs skal skipuð fimm mönnum sem landbúnaðarráðherra skipar til fjögurra ára í senn. Tveir skulu skipaðir samkvæmt tilnefningu Bændasamtaka Íslands, einn samkvæmt tilnefningu ráðherra byggðamála og tveir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður stjórnarinnar. Varamenn skal skipa með sama hætti.
 3. 5. gr. og 1. mgr. 6. gr. laganna falla brott.

11. gr.

Breyting á lögum um gæðamat á æðardún, nr. 39/1970, með síðari breytingu.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 5. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

12. gr.

Breyting á lögum um lax- og silungsveiði, nr. 76/1970, með síðari breytingum.
 1. Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 1. mgr. 88. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.
 2. 2. málsl. 3. mgr. 95. gr. laganna orðast svo: Í yfirmati eiga sæti þrír menn sem ráðherra skipar, þar af einn samkvæmt tilnefningu veiðimálanefndar.

13. gr.

Breyting á lögum um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum, nr. 45/1971, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „skulu fulltrúi frá stéttarsambandi bænda og fulltrúi frá Búnaðarfélagi Íslands“ í 2. gr. laganna kemur: skulu tveir fulltrúar frá Bændasamtökum Íslands.

14. gr.

Breyting á lögum um náttúruvernd, nr. 47/1971, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands“ í 2. tölul. 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Bændasamtök Íslands. Orðin „Stéttarsamband bænda“ í sama tölulið falla brott.

15. gr.

Breyting á lögum um heftingu landbrots og varnir gegn ágangi vatna, nr. 43/1975, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 1. mgr. 2. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

16. gr.

Breyting á ábúðarlögum, nr. 64/1976, með síðari breytingum.
 1. Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 4. mgr. 11. gr., 2. mgr. 17. gr. og 3. mgr. 24. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.
 2. Í stað orðanna „Byggingastofnunar landbúnaðarins“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: Stofnlánadeildar landbúnaðarins.

17. gr.

Breyting á jarðalögum, nr. 65/1976, með síðari breytingum.
 1. Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 3. mgr. 6. gr. laganna og í stað sömu orða í 1. og 3. mgr. 12. gr., 13.–15. gr., 3. mgr. 22. gr., 3. mgr. 29. gr., 2. mgr. 38. gr., a-lið 1. mgr. 47. gr., 2., 4. og 5. mgr. 49. gr. og 69. gr. kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.
 2. Í stað orðanna „Búnaðarfélagið lætur“ í 3. mgr. 22. gr. laganna kemur: Bændasamtök Íslands láta.
 3. Í stað orðsins „sýslunefnd“ í 69. gr. laganna kemur: héraðsnefnd.

18. gr.

Breyting á lögum um tekju- og eignarskatt, nr. 75/1981, með síðari breytingum.
     Orðin „og Búnaðarfélag Íslands“ í 2. tölul. 4. gr. laganna falla brott.

19. gr.

Breyting á lögum um Lífeyrissjóð bænda, nr. 50/1984, með síðari breytingum.
 1. 4. málsl. 3. gr. laganna orðast svo: Tveir skulu tilnefndir af stjórn Bændasamtaka Íslands en einn skipaður án tilnefningar.
 2. 4. gr. laganna orðast svo:
 3.      Reikningsár sjóðsins er almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af löggildum endurskoðanda er sjóðstjórn ræður og að auki af tveimur endurskoðendum sem skipaðir eru til fjögurra ára í senn af ráðherra sem fer með lífeyrismál. Skulu þeir tilnefndir af stjórn Bændasamtaka Íslands.

20. gr.

Breyting á jarðræktarlögum, nr. 56/1987, með síðari breytingum.
 1. 2. gr. laganna orðast svo:
 2.      Bændasamtök Íslands hafa á hendi umsjón með framkvæmd ræktunarmála og jarðabóta samkvæmt lögum þessum, enda sé skipulag þeirra og starfsreglur í samræmi við ákvæði laganna.
 3. Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands“ í 3.–7. gr. laganna og í stað sömu orða í 10.–19. gr. og orðanna „Stéttarsambands bænda“ í 11. gr. kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.

21. gr.

Breyting á lögum um Hagþjónustu landbúnaðarins, nr. 63/1989.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 3. gr. laganna og í stað sömu orða í ákvæði til bráðabirgða kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.

22. gr.

Breyting á lögum um búfjárrækt, nr. 84/1989, með síðari breytingu.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands“ í 4. gr. laganna og í stað sömu orða í 5., 8., 9. og 11.–17. gr. kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.

23. gr.

Breyting á lögum um Búnaðarmálasjóð, nr. 41/1990, með síðari breytingum.
 1. Í stað orðanna „Stéttarsambands bænda“ í 3. málsl. 1. mgr. 3. gr. laganna og í stað sömu orða í 2. mgr. 4. gr. og 5. og 6. gr. kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.
 2. 1. mgr. 4. gr. laganna orðast svo:
 3.      Tekjum af búnaðarmálasjóðsgjaldi, sem innheimt er skv. 1. gr. og A- og B-liðum 2. gr., skal skipt þannig:
       
  Greiðsla Greiðsla
  af A-flokki af B-flokki
  skv. 2. gr. skv. 2. gr.
  Til Bændasamtaka Íslands 0,125% 0,325%
  Til búnaðarsambanda 0,250% 0,500%
  Til búgreinafélaga 0,075% 0,075%
  Til Stofnlánadeildar landbúnaðarins 0,100% 0,200%

 4. Í stað orðanna „Stéttarsambands bænda, Búnaðarfélags Íslands“ í 7. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

24. gr.

Breyting á lögum um flokkun og mat á gærum og ull, nr. 57/1990, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Stéttarsambandi bænda“ í 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Bændasamtökum Íslands.

25. gr.

Breyting á lögum um búfjárhald, nr. 46/1991, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 3. gr. laganna og í stað sömu orða í fyrri málslið 8. gr. og 3. mgr. 10. gr. kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.

26. gr.

Breyting á lögum um Jarðasjóð, nr. 34/1992, með síðari breytingu.
     Í stað orðanna „stjórnum Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda“ í 2. mgr. 1. gr. laganna kemur: stjórn Bændasamtaka Íslands.

27. gr.

Breyting á lögum um sinubrennur og meðferð elds á víðavangi, nr. 61/1992.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 4. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

28. gr.

Breyting á lögum um dýrasjúkdóma og varnir gegn þeim, nr. 25/1993, með síðari breytingum.
     Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda tilnefna sinn manninn hvor“ í 27. gr. laganna kemur: Bændasamtök Íslands tilnefna tvo menn.

29. gr.

Breyting á lögum um dýravernd, nr. 15/1994.
     Í stað orðanna „Einn tilnefndur af Búnaðarfélagi Íslands“ í 2. mgr. 17. gr. laganna kemur: Einn tilnefndur af Bændasamtökum Íslands.

30. gr.

Breyting á lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru, nr. 22/1994.
 1. Í stað orðanna „einum tilnefndum af Búnaðarfélagi Íslands“ í 1. og 2. tölul. 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: einum tilnefndum af Bændasamtökum Íslands.
 2. Í stað orðanna „Búnaðarfélags Íslands“ í 2. mgr. 5. gr. laganna kemur: Bændasamtaka Íslands.

31. gr.

Breyting á lögum um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum, nr. 64/1994.
     Í stað orðanna „einum af Búnaðarfélagi Íslands“ í 2. mgr. 3. gr. laganna kemur: einum af Bændasamtökum Íslands.

32. gr.

Breyting á lögum um útflutning hrossa, nr. 161/1994.
 1. Í stað orðanna „Búnaðarfélagi Íslands“ í 1. mgr. 4. gr. laganna og í stað sömu orða í 6. gr. kemur (í viðeigandi beygingarföllum): Bændasamtök Íslands.
 2. Í stað orðanna „Búnaðarfélag Íslands getur“ í 2. mgr. 4. gr. laganna kemur: Bændasamtök Íslands geta.

33. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi. Jafnframt falla úr gildi eftirtalin lög og lagaákvæði:
 1. Lög um mótak, nr. 16/1940.
 2. Lög nr. 7/1945, um jarðræktar- og húsagerðarsamþykktir í sveitum.
 3. III. kafli laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, landnám, ræktun og byggingar í sveitum.
 4. 2. mgr. 2. gr. laga nr. 40/1972, um sameiningu Borgarfjarðarhrepps og Loðmundarfjarðarhrepps í Norður-Múlasýslu í einn hrepp.
 5. Lög nr. 12/1984, um breytingu á lausaskuldum bænda í föst lán.
 6. Lög nr. 77/1936, um viðauka við og breyting á lögum nr. 43 19. maí 1930, um greiðslu kostnaðar af Skeiðaáveitunni o.fl.


Samþykkt á Alþingi 29. maí 1996.