Ferill 546. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 1304  —  546. mál.
Frumvarp til lagaum breytingu á lögum nr. 138/1994, um einkahlutafélög, með síðari breytingum (hlutafé í erlendum gjaldmiðli).

(Eftir 2. umr., 20. apríl.)


1. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      2. málsl. 2. mgr. orðast svo: Þessari fjárhæð getur ráðherra breytt í samræmi við breytingar á gengi evru.
     b.      Við bætast þrjár nýjar málsgreinar, 3.–5. mgr., sem orðast svo:
                  Einkahlutafélög mega ákveða hlutafé sitt í erlendum gjaldmiðli enda hafi þau fengið heimild ársreikningaskrár til færslu bókhalds og samningar ársreikninga í erlendum gjaldmiðli. Félögin skulu halda nýja gjaldmiðlinum óbreyttum í a.m.k. fimm ár nema ráðherra veiti undanþágu frá þeim tímamörkum.
                  Auk íslensku krónunnar má ákveða hlutafé í eftirtöldum erlendum gjaldmiðlum: evru, bresku pundi, dönskum, norskum og sænskum krónum, Bandaríkjadal, japönskum jenum og svissneskum frönkum. Í ákvörðun hluthafafundar skal greina frá nafnverði í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðli. Við umreikning í annan gjaldmiðil skal nafnverð hlutafjár vera í samræmi við ákvæði laga um ársreikninga varðandi umreikninginn.
                  Ráðherra getur sett reglur um að miða megi við aðra gjaldmiðla, svo og kveðið nánar á um skilyrði fyrir því að hlutafé sé ákveðið í öðrum gjaldmiðli en íslensku krónunni og hvenær sú breyting megi fara fram.

2. gr.

    Við 2. tölul. 127. gr. laganna bætist nýr málsliður sem orðast svo: Sama gildir um brot á reglum um hlutafé í erlendum gjaldmiðli skv. 3. mgr. 1. gr.

3. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. júní 2002.